Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
   mán 20. maí 2024 20:19
Sölvi Haraldsson
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var leikur tveggja hálfleika. En við sýndum tvær mjög góðar hliðar í dag. Við getum varist og erum hættulegir fram á við. Þannig ég er mjög sáttur.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á FH í dag á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Hver er ástæðan fyrir því að KR voru miklu slakari í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri?

Það er blanda af mörgum hlutum. Við höfum verið að fara í gegnum erfiða tíma og við erum á erfiðum útivelli gegn liði sem hefur staðið sig vel. Það eru allir þessir hlutir. Það er samt ekki hægt að taka það af okkur hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Ég veit að við vorum ekki góðir á boltanum en við vörðumst frábærlega í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur heilt yfir með fyrri hálfleikinn.“

Telur Gregg svo að 2-1 hafi veirð sanngjörn úrslit?

Við áttum skilið að vinna leikinn. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina. Þeir eiga þessi úrslit ekki skilið sem við höfum verið að sækja í seinustu leikjum. Þessi sigur var fyrir þá.“

Gregg var mjög sáttur með varnarleikinn og karakterinn hjá sínum mönnum í seinni hálfleiknum í dag.

„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.

Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Vestra.

Við þurfum að læra af þessum leikjum sem við höfum verið að tapa. Við getum varla hvílt okkur. Þetta er frábær sigur en það er bara næsti leikur.“

Viðtalið við Gregg Ryder má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner