Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 20. maí 2024 17:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Víkingar unnu 1-4 og Danijel gerði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, sneri aftur á hliðarlínuna þegar hans menn unnu 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Arnar var í banni í síðasta leik gegn FH en sneri aftur í dag.

„Það var mjög gaman. Ég lofaði mömmu að ég ætlaði að haga mér vel. Vonandi gerði ég það," sagði Arnar léttur eftir leikinn. „Svo er ég ánægður með 1-4 á útivelli. Það er alltaf hrikalega öflugt. Ég er mjög ánægður."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Leikurinn í dag var býsna flottur hjá Víkingum heilt yfir. „Mér fannst það," sagði Arnar.

„Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá fannst mér við ekki nægilega vægðarlausir. Við vorum komnir í ansi margar góðar stöður til að gera fleiri mörk, en við ákváðum að vera full værukærir þegar við fengum þær stöður. En að vinna 1-4 á útivelli, það er erfitt að kvarta yfir því."

Danijel Dejan Djuric kom aftur inn í lið Víkings eftir að hafa byrjað síðasta deildarleik gegn FH á bekknum. Hann kom ekkert við sögu í þeim leik en skoraði tvö í dag.

„Hann var verulega fúll með það strákurinn (að vera á bekknum gegn FH). En í staðinn fyrir að væla og skæla... hann æfir alltaf mjög vel og þetta var engin refsing. Við erum bara með mjög sterkan hóp og liðið sem spilaði gegn FH spilaði mjög vel og landaði góðum sigri. Svo kom hann aftur inn gegn Grindavík og stóð sig mjög vel þar."

„Hann er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar og að mínu mati búinn að vera einn sá besti í deildinni. En Kevin de Bruyne og Phil Foden spila ekki alla leiki. Það virkar ekki þannig. Stundum þarf hann að hvíla."

Breiddin hjá Víkingum er afar sterk. „Svo var Pablo á bekknum í dag. Það eru aðrir að stíga upp. Þetta er uppskriftin sem við ákváðum til að vera í möguleika á að vinna báða titla og standa okkur vel í Evrópu. Að mínu mati er þetta eina leiðin."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar ræðir meira um leikinn í dag og margt fleira.
Athugasemdir
banner