Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   sun 19. maí 2024 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Þýðingarmesti titillinn fyrir mig
Kevin De Bruyne var himinlifandi eftir 3-1 sigur Manchester City gegn West Ham United í lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins í dag.

Sigurinn tryggði Man City sögulegan fjórða úrvalsdeildartitil í röð og er Man City þar með fyrsta félag í sögu enska boltans til að vinna efstu deild fjögur ár í röð.

„Tilfinningin er alveg jafn góð og eftir fyrsta titilinn. Við lögðum svo mikið á okkur til að afreka þetta, þetta var virkilega hörð barátta við Arsenal og Liverpool og hér erum við að rita nöfn okkar í sögubækurnar enn eina ferðina. Það er stórkostlegt," sagði De Bruyne í fögnuðinum að leikslokum.

„Phil (Foden) var frábær í dag eins og hann hefur verið allt tímabilið. Hann hefur skorað mjög mikilvæg mörk fyrir okkur allt tímabilið og það var hann sem réði úrslitum í þessum leik."

Þetta er sjötti úrvalsdeildartitillinn sem De Bruyne vinnur með Man City og vill Belginn meina að þessi sé sá þýðingamesti fyrir sig.

„Fyrir mig er þetta þýðingarmesti titillinn útaf því að ég átti mjög erfitt tímabil. Ég var meiddur í sex mánuði en kom svo gríðarlega sterkur til baka og gat hjálpað liðinu að vinna. Það er mjög þýðingarmikið fyrir mig."

De Bruyne sneri aftur úr meiðslum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti, eða 13. janúar. Man City var þá 2-1 undir á útivelli gegn Newcastle þegar De Bruyne var skipt inn af bekknum og sneri hann dæminu við með marki og stoðsendingu.

„Við njótum þess að spila með hvorum öðrum og það eru engin stór egó í hópnum. Við spilum með hvorum öðrum og fyrir hvorn annan. Við hlaupum eins og brjálæðingar og leggjum gríðarlega mikla vinnu á okkur. Það er lykillinn að árangri."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner