Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
   sun 19. maí 2024 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ógeðslega pirruð," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Bríet (Bragadóttir, dómari leiksins) gaf þeim leikinn bara. Bara punktur. Ég veit ekki hvað hún var að pæla. Ég kvarta mjög sjaldan út af dómurum en þetta var bara út í hött."

„Völlurinn er blautur og leikmenn eru að renna hægri og vinstri. Ég veit ekki hvað ég á að segja, nema það að þetta var fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega. Það er óþolandi."

Stjarnan lenti 1-3 undir en vann sig til baka inn í leikinn og jafnaði því 3-3. Því er enn grátlegra að tapa leiknum svona.

„Mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Mér fannst við flottar í dag. Ég er mjög pirruð," sagði Anna María.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner