Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Caicedo: Munum vinna fullt af titlum á næstu árum
Mynd: Getty Images
Ekvadorski miðjumaðurinn Moisés Caicedo var besti maður vallarins er Chelsea lagði Bournemouth að velli í lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins í gær.

Caicedo skoraði fyrsta mark leiksins frá miðjulínunni og stóð sig frábærlega þar fyrir utan í 2-1 sigri.

„Þetta var stórkostlegt mark, ég fékk gott tækifæri til að skjóta og ákvað að gera það. Ég vildi reyna þetta, ég horfði ekki einu sinni á liðsfélagana. Ég vildi bara skora," sagði Caicedo, en þetta var hans fyrsta mark frá komu sinni til Chelsea.

„Þetta var frábær endir á tímabilinu hjá okkur og ég er svo ánægður með að vera partur af þessu liði. Við erum með ótrúlega hæfileikaríka leikmenn og munum vinna fullt af titlum á næstu árum. Það var góð ákvörðun að ganga til liðs við Chelsea, við erum eitt af bestu liðum heims. Ég veit að næsta tímabil verður mjög gott."
Athugasemdir
banner
banner