Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lucas fyrir Sane? - Milan á eftir leikmanni Burnley
Powerade
Lucas Hernandez.
Lucas Hernandez.
Mynd: Getty Images
Jeff Hendrick.
Jeff Hendrick.
Mynd: Getty Images
Það er kominn tími á slúður. Hér kemur það helsta úr slúðrinu þennan laugardaginn, en BBC tók saman.

Bayern München hefur boðið Manchester City franska varnarmanninn sinn Lucas Hernandez (24), en Bayern hefur mikinn áhuga á Leroy Sane (24), kantmanni City. (TZ)

Argentíski sóknarmaðurinn Mauro Icardi (27) verður keyptur til Paris Saint-Germain fyrir 51,2 milljónir punda eftir að samkomulag náðist við Inter. (Sky Sports)

Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City, hafnaði því að snúa aftur til félagsins sem aðstoðarþjálfari Pep Guardiola, stuttu eftir að hann fór og tók við sem spilandi þjálfari hjá Anderlecht í Belgíu. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gæti áfram reynt að losa sig við Alexis Sanchez (31) í sumar, en Inter hefur áhuga á því að framlengja lánssamning hans. (Express)

AC Milan hefur sýnt því áhuga á að fá Jeff Hendrick (28), liðsfélaga Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, þegar samningur hans endar í sumar. (Sky Sports)

Umboðsmaður Achraf Hakimi (21), bakvarðar Borussia Dortmund sem er í láni hjá Real Madrid, segir að það sé í forgangi hjá leikmanninum að snúa aftur til Madrídar. (Evening Standard)

Leicester hefur aukið áhuga sinn á Kristoffer Ajer (22), norskum miðverði Celtic. (Nicolo Schira)

Pep Clotet, stjóri Birmingham, býst við að áhugi komi til með að aukast á miðjumanninum Jude Bellingham (16) ef Championship deildin hefst aftur á þessu tímabili. Manchester United og Dortmund hafa sýnt honum mikinn áhuga. (Sky Sports)

Arsenal hefur nælt í George Lewis (19) frá Bermúda, sem getur einnig spilað fyrir Noreg. (VG)

Arsenal hefur þá endurnýjað áhuga sinn á Moussa Dembele (23), sóknarmanni Lyon í Frakklandi. (L'Equipe)

Arsenal ætlar að segja upp tíu njósnurum, sem meðal annars hafa hjálpað til við að finna leikmenn eins og Reiss Nelson (20) og Bukayo Saka (18), úr akademíu félagsins og er það hluti af ráðstöfunum við að draga úr kostnaði í kjölfar kórónuveirufaraldursins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner