Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildardómari handtekinn í kofa í Bosníu
Slavko Vincic.
Slavko Vincic.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Slavko Vincic, sem meðal annars hefur dæmt í Meistaradeildinni, var um helgina handtekinn í Bosníu í tengslum við vændis- og eiturlyfjahring þar í landi.

Lögregla réðst inn í kofa í Bijeljina og fann þar níu konur, 26 karla og mikið af vopnum og kókaíni. Þetta segir í grein spænska fjölmiðilsins AS.

Eftir yfirheyrslu var Vincic sleppt, en hann segist hafa verið gestur í kofanum. „Eftir fund með viðskiptafélögum var okkur boðið í teiti. Ég útskýrði fyrir lögreglunni að ég þekkti þetta fólk ekki neitt. Eftir það var mér gefið grænt ljós á að fara aftur heim til Slóveníu," sagði hann við fjölmiðla í heimalandi sínu, Slóveníu.

Yfirmaður dómarasambands Slóveníu, Vlado Sajn, segir að Vincic hafi einfaldlega verið á röngum stað á röngum tíma, en hann hefur áhyggjur af því að þetta allt saman geti eyðilagt dómaraferil hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner