

Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í hádeginu, þriðjudaginn 30. maí. Drátturinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 12:00, en 16-liða úrslitum keppninnar lauk á mánudag. Þar bar helst til tíðinda að ríkjandi bikarmeistarar Vals féllu úr leik gegn Þrótti.
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 12:00, en 16-liða úrslitum keppninnar lauk á mánudag. Þar bar helst til tíðinda að ríkjandi bikarmeistarar Vals féllu úr leik gegn Þrótti.
8-liða úrslitin verða leikin dagana 15. og 16. júní.
Liðin í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
Stjarnan
Breiðablik
Víkingur R.
Selfoss
Keflavík
Þróttur R.
ÍBV
FH
Athugasemdir