Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í hádeginu
watermark Þróttur sló Val úr keppni í 16-liða úrslitum.
Þróttur sló Val úr keppni í 16-liða úrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í hádeginu, þriðjudaginn 30. maí. Drátturinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst hann kl. 12:00, en 16-liða úrslitum keppninnar lauk á mánudag. Þar bar helst til tíðinda að ríkjandi bikarmeistarar Vals féllu úr leik gegn Þrótti.

8-liða úrslitin verða leikin dagana 15. og 16. júní.

Liðin í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna
Stjarnan
Breiðablik
Víkingur R.
Selfoss
Keflavík
Þróttur R.
ÍBV
FH
Athugasemdir
banner
banner
banner