Mauricio Pochettino, nýr stjóri Chelsea, hefur ákveðið að portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Felix verði ekki áfram á næsta tímabili.
Felix kom á láni frá Atletico Madrid á þessu tímabili.
Felix kom á láni frá Atletico Madrid á þessu tímabili.
„Við höfum fengið þau skilaboð að Poch sé ekki með Joao Felix í sínum áætlunum hjá Chelsea. Hann mun snúa aftur til okkar og svo sjáum við hvað gerist," segir Enrique Cerezo, forseti Atletico.
Felix skoraði fjögur mörk fyrir Chelsea eftir að hafa komið til félagsins í janúar. Hann hafði sjálfur áhuga á því að vera áfram hjá félaginu.
Þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í síðustu tveimur gluggum hefur Chelsea verið afskaplega dapurt og endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir