Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Schmadtke tekinn til starfa og sér um kaup Liverpool í sumar
Jörg Schmadtke.
Jörg Schmadtke.
Mynd: Getty Images
Jörg Schmadtke hefur skrifað undir skammtímasamning við Liverpool og mun sjá um að ganga frá kaupum félagsins í sumarglugganum. Ef vel tekst til er klásúla um að samningurinn verði framlengdur.

Þessi 59 ára Þjóðverji mun gegna lykilhlutverki í þeim gríðarlega mikilvæga félagaskiptaglugga sem framundan er hjá Liverpool, verður yfirmaður fótboltamála. Hann var áður í svipuðu starfi hjá Wolfsburg.

Hann mun í fyrstu vinna með Julian Ward sem er að láta af störfum í sumar eftir aðeins átt ár í starfinu.

Aðalatriðið hjá Liverpool í sumar verður að styrkja miðsvæðið en einnig er mögulegt að varnarlínan verði styrkt.

Meðal miðjumanna sem eru á blaði hjá Jurgen Klopp eru Alexis Mac Allister hjá Brighton, Mason Mount hjá Chelsea, Matheus Nunes hjá Wolves og Ryan Gravenberch hjá Bayern München.

Liverpool komst ekki í Meistaradeildina en liðið spilar í Evrópudeildinni á næsta tímabil. Það gæti gert félaginu erfiðara fyrir á leikmannamarkaðnum.
Athugasemdir
banner
banner