Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi að íslenskur fótbolti væri kominn lengra - Drógu stysta stráið
watermark Hellirigndi í Vesturbænum þegar Blikar fóru þangað.
Hellirigndi í Vesturbænum þegar Blikar fóru þangað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Úr leik Víkings og ÍBV á Hásteinsvelli.
Úr leik Víkings og ÍBV á Hásteinsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Úr leik Breiðabliks og KR á Meistaravöllum.
Úr leik Breiðabliks og KR á Meistaravöllum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Aðeins annað að spila á sléttum gervigrasvelli.
Aðeins annað að spila á sléttum gervigrasvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lék í gær sinn þriðja leik á tímabilinu á grasi. Liðið var fyrsta liðið í Bestu deild karla til að heimsækja Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum, Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur og svo fyrsta liðið til spila á grasvellinum í Keflavík. Leikurinn í gær endaði með markalausu jafntefli.

Veturinn var erfiður og í vor hefur fjöldi sólarstunda verið afskaplega takmarkaður sem hefur ekki hjálpað grasvöllunum að taka við sér. Aðstæður í Keflavík í gær voru erfiðar; völlurinn blautur og þungur og þá var talsverður vindur. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net og var spurður út í vallaraðstæður.

Hann var spurður hvort að ástand grasvalla landsins væri að hafa of mikil áhrif í upphafi móts.

„Ég veit það ekki, erfitt að segja til um það. En vissulega upplifir maður það aðeins að við höfum dregið styttra stráið í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ég sagði það áðan í viðtali* að frammistaða dómara; hvort að of snemma væri flautað af eða ekki, það er ekki stærsta vandamál íslensks fótbolta."

Ræðst á einhverju sem á ekkert skylt við fótbolta
„Við þurfum að horfa á alltof marga leiki á ömurlega lélegu undirlagi við ömurlegar aðstæður sem ráðast á einhverju sem á ekkert skylt við fótbolta. Það er alveg hægt að segja „bretta upp ermarnar og berjast" og eitthvað svona. En maður vildi að við værum komin aðeins lengra. Ég veit að það er ekkert hægt að stjórna veðrinu á Íslandi og einhver lið eru á grasi og önnur á gervigrasi."

Ekki góðar auglýsingar fyrir íslenskan fótbolta
„En vallaraðstæður í þessum þremur grasleikjum sem við höfum spilað hafa verið þess eðlis að það er mjög erfitt að spila fótbolta. Við horfðum á leik í gær (KR - Stjarnan) og þetta eru bara alls ekki góðar auglýsingar fyrir íslenskan fótbolta gæðalega séð af því það er mjög erfitt að spila."

„Svona er þetta mót og við ætlum ekkert að barma okkur yfir því. Við eigum leik á föstudaginn á móti Víkingi, hörkuleikur sem skiptir okkur miklu máli. Nú söxuðum við eitt stig á Víking í þessari umferð og þurfum að komast nær þeim á föstudaginn,"
sagði Óskar.

Þarf að endurskoða þetta upp á næstu ár að gera?
„Aðstæður voru mjög erfiðar í dag, mikill vindur, völlurinn erfiður - sumarið er ekki ennþá komið hérna í Keflavík," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Hann var svo spurður hvort Keflavík hefði átt að spila einn leik í viðbót á gervigrasinu.

„Mér finnst gaman að við séum komnir á grasið, það er miklu skemmtilegra að spila hér með stúkuna fyrir framan okkar stuðningsmenn - flottari og betri umgjörð. En völlurinn hefur oft verið betri, veðráttan hefur bara verið þannig. Ég ræddi við Óskar Hrafn fyrir og eftir leikinn, þetta eru svolítið margir leikir sem liðin eru að spila í apríl og maí, komnir einhverjir ellefu leikir með bikar á tveimur mánuðum. Mikið af meiðslum, vellirnir eru ekki tilbúnir. Ég veit ekki hvort við þurfum eitthvað að endurskoða þetta upp á næstu ár. En maður gerir alltaf það besta úr hverri aðstöðu, hún er jafnslæm fyrir bæði lið. Ég held að jafntefli hafi bara verið nokkuð sanngjarnt í dag."

Ástand grasvalla stærsta vandamál íslensks fótbolta?
* Óskar Hrafn vísaði í viðtal við Stöð 2 Sport sem hann fór í eftir leikinn. Þar var hann spurður út í lokaflautið sem kom í þann mund sem Gísli Eyjólfsson var að gera sig líklegan til þess að taka á móti sendingu inn á teig Keflavíkur. Viltu tjá þig um ákvörðun dómarans að flauta leikinn af?

„Nei, ég ætla ekki að gera það. Gunnar Oddur er að dæma held ég fyrsta leikinn sinn í efstu deild og frammistaða hans er ekki stærsta vandamál íslensks fótbolta í dag. Ég ætla ekki að tjá mig um það, ef leikurinn var búinn þá var hann búinn, vitum svo ekki hvort að Gísli hefði náð boltanum eða ekki, ómögulegt að segja til um það. Þannig nei, ég ætla ekki að tjá mig um það," sagði Óskar.

Í viðtali eftir leik KR og Breiðabliks (fyrir tveimur vikum) sagði Óskar eftirfarandi um vallaraðstæður:

„Sennilega myndi einhver segja að báðir vellirnir (Hásteinsvöllur og Meistaravellir) væru ekki boðlegir í efstu deild á Íslandi árið 2023. En þetta er bara það sem við lifum við og mér fannst við ná að láta völlinn stjórna leiknum okkar."

Stysta stráið
Eins og fyrr segir er Breiðablik búið með þrjá útileiki á grasi. Liðið er í baráttu við Víking og Val í Bestu deildinni; Víkingur er með fimm stiga forystu á Val og Breiðablik. Breiðablik hefur fengið fjögur stig úr grasleikjunum þremur. Síðasti grasleikur Breiðabliks í 22 leikja móti verður gegn FH 10. júní.

Valur á ennþá eftir að spila sinn fyrsta grasleik á tímabilinu. Liðið hefur mætt ÍBV, KR og Keflavík en allir leikirnir hafa farið fram á Origo vellinum (7 stig fengin). Valur mætir FH á heimavelli í næstu umferð. Fyrsti grasleikur liðsins verður í Vestmannaeyjum 24. júní, liðið mætir KR á útivelli 31. júlí, Keflavík 13. ágúst og svo FH 27. ágúst. Grasvellirnir ættu því að vera komnir í talsvert betra stand þegar Valsmenn mæta á þá.

Víkingur hefur spilað einn grasleik á tímabilinu, fóru til Vestmannaeyja og unnu sigur með flautusigurmarki. Liðið hefur mætt ÍBV, KR, FH og Keflavík, síðustu þremur á Víkingsvellinum (10 stig fengin). Næsti grasleikur Víkings í deildinni verður gegn Keflavík 8. júlí, á eftir því er svo leikur gegn KR og 8. ágúst fer liðið á Kaplakrikavöll.
Óskar Hrafn: Klæmint Olsen er ekki ábyrgur
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 19 2 1 65 - 20 +45 59
2.    Valur 22 14 3 5 53 - 25 +28 45
3.    Breiðablik 22 11 5 6 44 - 36 +8 38
4.    Stjarnan 22 10 4 8 45 - 25 +20 34
5.    FH 22 10 4 8 41 - 44 -3 34
6.    KR 22 9 5 8 29 - 36 -7 32
7.    KA 22 8 5 9 31 - 39 -8 29
8.    HK 22 6 7 9 37 - 48 -11 25
9.    Fylkir 22 5 6 11 29 - 45 -16 21
10.    Fram 22 5 4 13 32 - 47 -15 19
11.    ÍBV 22 5 4 13 24 - 43 -19 19
12.    Keflavík 22 1 9 12 20 - 42 -22 12
Athugasemdir
banner
banner
banner