Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. júní 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Fylkis: Ætluðum ekki að sýna neina óvirðingu
Marki fagnað í gærkvöldi.
Marki fagnað í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það vakti athygli fréttaritara í gærkvöldi þegar Vísir birti grein með fyrirsögninni Leikmenn Fylkis mættu ekki í viðtöl eftir fyrsta sigur sumarsins.

Anton Freyr Jónsson var fréttaritari Fótbolta.net á leiknum í gærkvöldi og hafði sömu sögu að segja, hann hafði óskað eftir viðtali við Valdimar Þór Ingimundarsson, sem skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum, en annar leikmaður Fylkis hefði sagt við sig að Valdimar væri ekki klár í viðtal. Anton sóttist ekki eftir að fá annan leikmann í viðtal.

Fótbolti.net hafði samband við Valdimar í gærkvöldi og var hann spurður hvort leikmenn Fylkis hefðu ákveðið í sameiningu að fara ekki í viðtöl því í frétt Vísis segir: „Athygli vakti að leikmenn Fylkis gáfu ekki kost á sér í viðtöl eftir leik en Ólafur Stígsson, annar þjálfari Fylkis, mætti í viðtöl hjá Vísi eftir leik. Ekki fékkst útskýring á því af hverju leikmenn liðsins mættu ekki í viðtöl."

„Þetta var ekkert ákveðið. Ég var beðinn um að fara í viðtal en mér finnst það smá óþægilegt og í kjölfarið varð samskiptaleysi um hver ætti að fara í staðinn. Við, leikmenn Fylkis, vildum alls ekki sýna neina óvirðingu gagnvart fréttamönnum. Einnig vorum við bara að reyna að fá upplýsingar með Helga Val [Daníelsson] sem er okkur mjög kær," sagði Valdimar og tekur skýrt fram að leikmenn Fylkis hafi ekki viljað sýna fjölmiðlamönnum neina óvirðingu heldur hafi um samskiptaleysi verið að ræða.

Hér að neðan má sjá viðtal við Ólaf Stígsson í gær en þar tjáir hann sig m.a. um meiðsli Helga Vals.

Sjá einnig:
Helgi Valur líklega fótbrotinn - Ferlinum lokið?
Blendnar tilfinningar Óla Stígs: Gríðarlega ánægður en hræðilegt að missa Helga
Athugasemdir
banner
banner
banner