fös 30. júlí 2021 09:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Austria gagnrýnir liðið sitt
Mynd: Getty Images
Manfred Schmid, þjálfari Austria Vín, gagnrýndi sitt lið fyrir frammistöðuna gegn Breiðabliki í gær. Breiðablik lagði Austria 2-1 og sló austurríska liðið úr leik í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Ég er vonsvikinn með að vera úr leik og vonsvikinn með fyrri hálfleikinn. Þetta snýst um grunnatriðin, um hvatninguna, árasargirni og ákefð. Þetta snýst um hluti sem ég býst við að séu til staðar í leik eins og þessum," sagði ósáttur Schmid við Puls24 í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Austria Vín

„Núna þarf ég að finna út hverjir eru tilbúnir að leggja á sig vinnu í 90 mínútur. Ég samþykki ekki það sem ég sá í dag," sagði Schmid.

Hann óskaði Blikum til hamingju með sigurinn. „Þeir spiluðu frábæran fótbolta."

Breiðablik var 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn í gær en Austria minnkaði muninn í seinni hálfleik. Liðið sótti undir lok leiks en tókst ekki að jafna einvígið og Blikar fara áfram í 3. umferð.

Þar mætir Breiðablik skoska liðinu Aberdeen og fer fyrri leikurinn fram næsta fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner