West Ham hefur náð samkomulagi við PSG um miðjumanninn Carlos Soler. Um er að ræða lánssamning út tímabilið og er leikmaðurinn á leið á flugvöllinn, hann mun lenda á Englandi seinna í dag og fara í læknisskoðun.
Á sama tíma er West Ham að lána James Ward-Prowse til Nottingham Forest. Miðjumaðurinn sparkvissi er á leið til Nottingham í læknisskoðun.
Ward-Prowse er 29 ára og hefur einungis spilað 16 mínútur í fyrstu tveimur leikjum úrvalsdeildarinnar með West Ham.
Á sama tíma er West Ham að lána James Ward-Prowse til Nottingham Forest. Miðjumaðurinn sparkvissi er á leið til Nottingham í læknisskoðun.
Ward-Prowse er 29 ára og hefur einungis spilað 16 mínútur í fyrstu tveimur leikjum úrvalsdeildarinnar með West Ham.
Soler spenntur fyrir West Ham
West Ham hefur sýnt Soler mikinn áhuga í sumar en hann er ekki í byrjunarliðsáformum Luis Enrique þjálfara Paris Saint-Germain.
Soler er 27 ára gamall miðjumaður með þrjú ár eftir af samningi hjá PSG, en franska stórveldið keypti hann frá Valencia fyrir tveimur árum síðan.
Soler hefur komið við sögu í 63 leikjum frá komu sinni til PSG en kom oft inn af varamannabekknum og hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
Soler á 14 landsleiki að baki fyrir Spán en var ekki partur af landsliðshópnum sem vann EM í sumar.
Soler er mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og er hann ánægður með hversu mikinn áhuga Hamrarnir hafa sýnt honum í sumar.
Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir



