
Twente 2 - 0 Breiðablik
0-0 Jaimy Ravensbergen ('51, misnotað víti)
1-0 Sophie Proost ('64)
2-0 Jaimy Ravensbergen ('78)
0-0 Jaimy Ravensbergen ('51, misnotað víti)
1-0 Sophie Proost ('64)
2-0 Jaimy Ravensbergen ('78)
Lestu um leikinn: Twente 2 - 0 Breiðablik
Breiðablik spilaði við hollenska stórveldið FC Twente í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Staðan var markalaus eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Blikum sem gáfu Hollendingunum alvöru leik.
Twente var mikið með boltann en tókst ekki að skapa sér góð færi á meðan Breiðablik beitti skyndisóknum.
Amanda Jacobsen Andradóttir er á mála hjá Twente og byrjaði á bekknum í dag en var skipt inn fyrir upphaf seinni hálfleiks.
Blikar fengu dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks en svo var dæmd vítaspyrna Twente í hag. Katherine Devine gerði vel að verja vítaspyrnuna til að halda stöðunni markalausri.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í fínu færi á 62. mínútu en skóflaði boltanum yfir markið. Twente svaraði með að bregða sér í sókn og taka forystuna. Jaimy Ravensbergen, sem klúðraði vítaspyrnu skömmu áður, bjó til opnunarmarkið þegar hún komst framhjá tveimur varnarmönnum Blika. Hún lagði boltann á Sophie Proost sem gerði mjög vel að athafna sig og skora með nokkra varnarmenn í kringum sig.
Blikar reyndu að finna jöfnunarmark en áttu í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. Twente svaraði því með öðru marki og í þetta skiptið skoraði Ravensbergen sjálf. Hún skoraði eftir einfalda langa sendingu upp völlinn sem vörn Blika réði ekki við.
Breiðabliki tókst ekki að minnka muninn og urðu lokatölur 2-0. Sanngjarn sigur Twente eftir flotta frammistöðu hjá Blikum.
Athugasemdir