Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Bjarni Mark skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það komu þrír Íslendingar við sögu í sænska boltanum í kvöld. Einn í efstu deild og tveir í B-deildinni.

Í efstu deild fékk Daníel Hafsteinsson, sem gerði vel með KA fyrri part sumars, að spila síðustu mínúturnar er Helsingborg lagði Kalmar að velli.

Hinn efnilegi Max Svensson gerði bæði mörk leiksins og tryggði mikilvæg þrjú stig fyrir nýliðana. Helsingborg er átta stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Helsingborg 2 - 0 Kalmar
1-0 M. Svensson ('63)
2-0 M. Svensson ('67)

Í B-deildinni var Bjarni Mark Antonsson hetjan í afar mikilvægum 2-3 sigri Brage.

Bjarni lék allan leikinn á miðjunni og skoraði bæði fyrsta mark leiksins og það síðasta.

Bjarni og félagar voru búnir að tapa tveimur í röð fyrir daginn í dag og afar mikilvægt að snúa genginu við í toppbaráttunni.

Brage er aðeins einu stigi eftir toppliði Mjällby þegar lítið er eftir af tímabilinu. Milos Milojevic þjálfar Mjällby.

Frej 2 - 3 Brage
0-1 Bjarni Mark Antonsson ('11)
1-1 M. Zeidan ('48)
2-1 P. Ribeiro ('54)
2-2 M. Liljestrand ('62)
2-3 Bjarni Mark Antonsson ('85)

Að lokum lék Nói Snæhólm Ólafsson allan leikinn er Syrianska tapaði fyrir Degerfors.

Nói og félagar eru í bráðri fallhættu, þeir verma botnsætið og eru þremur stigum frá öruggu sæti.

Degerfors 2 - 0 Syrianska
1-0 F. Ayaz ('3)
2-0 C. Gravius ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner