Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2022 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp reynir að leiðbeina blaðamönnum - Sér Trent á annan hátt
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate
Gareth Southgate
Mynd: EPA
Það vakti athygli í liðinni viku þegar Trent Alexander-Arnold var ekki í leikmannahópi Englands þegar liðið mætti Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Gareth Southgate valdi Trent í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ítalíu og Þýskalandi og var Trent ónotaður varamaður gegn Ítalíu.

Sjá einnig:
Lineker skilur ekkert í Southgate - „Trent fær flísar í rassinn"
„Varnarlega er Alexander-Arnold í Championship-klassa"
Ákvarðanir Southgate þykja furðulegar - „Þetta er mikill missir"

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í Trent á fréttamannafundi fyrir leik Liverpool og Brighton í dag.

„Viltu virkilega opna á þetta? Ég meina það, þú ert enskur blaðamaður og við getum ekki rætt um leikmannaval þangað til HM byrjar, það er ein af ástæðunum fyrir því af hverju þið skrifið risagreinar um svona mál," sagði Klopp við spurningu blaðamanns.

„Það er ein af ástæðunum fyrir því að liðið getur ekki undirbúið sig almennilega. Ef þið spyrjið mig um mína skoðun þá munið þið búa til fyrirsagnir, það er klárt. Það hjálpar mögulega Þýskalandi, það hjálpar ekki Englandi. Ég veit ekki af hverju við ættum að fara þá leið."

„Stjóri velur leikmann, eða ekki, ég myndi augljóslega taka aðra ákvörðun en ég er ekki við stjórnvölinn hjá þessu liði og þannig er það. Ef þið viljið ræða það þá get ég sagt marga hluti en ég er ekki viss um að það sé rökrétt. Hér hjá Liverpool er allt í góðu því staðan er allt önnur því ég hef aðra skoðun á Trent. Svo mikið er augljóst."

„Það eru greinar um hann út um allt sem segja að hann sé ekki góður varnarmaður, en það er ekki rétt. Hann er góður vartnarmaður sem verst ekkert alltaf vel, það er satt, en það er það sem við erum að vinna með, hann er ungur leikmaður, 23 ára gamall."

„Það er pláss fyrir bætingar, klárlega, en sóknarlega hefur hann gífurleg áhrif, hann gæti haft þau áhrif á öll lið. Fyrir mér er þetta augljóst val. Ég myndi vilja fá hann í hvaða lið sem er því hann er einstakur. Er hann það alltaf? Nei."

„Það er starf Gareth að finna liðið sitt, England er augljóslega það heppið að vera með mjög marga hæfileikaríka leikmann í svipaðri stöðu og það er erfitt að hafa þá alla í liðinu. Það gæti virkað með Reece James sem einn af þremur miðvörðum, gerir það nokkuð vel hjá Chelsea. Það eina sem ég get sagt er að ég sé hann á annan hátt, en það þýðir ekki að það sé rétt eða rangt."

„Trent samþykkir þessa ákvörðun stjórans, kom ekkert hæstánægður til baka úr verkefninu en hann skilur fótbolta frekar vel, hann er mjög skarpur drengur. Sem leikmaður getur þú aldrei boðið meira en það sem þú hefur fram að bjóða."

„Í fótbolta er einn maður sem ákveður hvað sé nógu gott eða ekki nógu gott og það er stjórinn. Hér er hann oftast valinn en hjá Englandi er það augljóslega ekki þannig."

„Ef þið viljið að enska liðið eigi gott HM þá ekki búa til of mikið úr þessu. Þetta má ekki trufla allan undirbúning. Ef þið viljið góðar greinar með neikvæðum fyrirsögnum vinnið þá með það. Ef þið viljið vera jákvæðari þá leyfið þið þeim að vinna sína vinnu og gagnrýnið eftir mót,"
sagði Klopp.

Trent er í baráttunni við Kyle Walker, Reece James og Kieran Trippier um hægri bakvarðarstöðuna hjá landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner