Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 25. september 2022 18:06
Brynjar Ingi Erluson
„Varnarlega er Alexander-Arnold í Championship-klassa"
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frank Leboeuf, fyrrum leikmaður Chelsea og franska landsliðsins, segist vilja kenna Trent Alexander-Arnold, leikmanni Liverpool. grunnatriðin í að verjast.

Alexander-Arnold hefur fengið gríðarlegt hrós fyrir gæði sín í sóknarleik LIverpool, en þó fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir slaka varnarvinnu og þá sérstaklega á þessu tímabili þar sem hann hefur virkað áhugalaus þegar það kemur að því að elta sóknarmennina.

Hann er ekki með hlutverk í enska landsliðinu og fær að sitja þar á bekknum, en Leboeuf segir að það henti Alexander-Arnold að spila í kerfinu hans Jürgen Klopp.

„Sjáðu Trent Alexander-Arnold. Ég elska gaurinn og hans eiginleika í sóknaraðgerðum, en varnarlega er hann í Championship-klassa," sagði Leboeuf við Journal du Dimanche.

„Kerfið hans Klopp er það eina sem virkar fyrir hann. Þegar það gengur ekki vel eins og hefur verið á þessu tímabili þá sérðu hvað hann er slakur varnarlega. Ég væri til í að taka hann að mér til að vinna í grunnatriðunum. Ég myndi segja honum að líta aftur fyrir sig og þá bætir hann leik sinn til muna. Það var Roberto Carlos sem afskræmdi margar kynslóðir af varnarmönnum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner