Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 30. september 2023 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Ákvörðunin byggð á stórum misskilningi
Darren England hélt að Hooper hefði dæmt mark
Darren England hélt að Hooper hefði dæmt mark
Mynd: Getty Images
Simon Hooper dæmdi rangstöðu
Simon Hooper dæmdi rangstöðu
Mynd: Getty Images
Dale Johnson hjá ESPN segir að ákvörðun VAR að leiðrétta ekki mistök Simon Hooper, dómara í leik Tottenham og Liverpool, er Luis Díaz skoraði í fyrri hálfleik, byggða á stórum misskilningi.

Hooper dæmdi Díaz rangstæðan í marki sem hann skoraði á 34. mínútu.

Díaz var réttstæður en VAR ákvað að dæma markið ekki gott og gilt, þrátt fyrir að mynd sem birtist í útsendingu sýndi og sannaði að Díaz væri réttstæður.

Þar kom fram að VAR væri búið að skoða atvikið og niðurstaða vallardómara væri rétt.

   30.09.2023 22:53
„Útskýring dómarasambandsins er ótrúleg“


Johnson segir að Darren England, VAR-dómari leiksins, hafi haldið að Hooper væri að dæma mark og þessi mynd væri staðfesting VAR á því.

„Darren England, VAR-dómari, skoðaði rangstöðuna af því hann hélt að dómarinn væri að gefa mark. Þess vegna var snögglega skoðað hvort það væri rangstaða því það var ljóst að Díaz hafi verið réttstæður. Því sagði hann dómaranum að VAR væri búið að skoða þetta og sagði jafnframt að ákvörðun dómarans væri rétt.“

„Þannig mannlegu mistökin í þessu eru þau að VAR-teymið klikkaði á ákvörðun sem var tekin inni á velli og felst ekki í því að tekna línur o.s.fv. Línurnar voru teiknaðar og Díaz var klárlega réttstæður. Þessi stóru og ótrúlegu mistök voru því að misskilja ákvörðun niðri á velli,“
sagði Johnson á X(Twitter).
Athugasemdir
banner
banner