Vestri 1 - 0 Afturelding
1-0 Iker Hernandez Ezquerro ('103 )
Rautt spjald: Andri Freyr Jónasson , Afturelding ('105) Lestu um leikinn
1-0 Iker Hernandez Ezquerro ('103 )
Rautt spjald: Andri Freyr Jónasson , Afturelding ('105) Lestu um leikinn
Vestri er kominn upp í Bestu deild karla eftir að hafa unnið Aftureldingu, 1-0, eftir framlengdan úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.
Það var öllum sem komu að þessu verkefni ljóst að allt væri undir og var leikurinn svolítið í takt við það.
Afturelding átti fínustu sóknir í byrjun leiks en vantaði upp á herslumuninn á meðan Silas Songani kom sér í besta færi Vestra þegar hann hljóp upp hægra megin, inn í teig og skaut framhjá, þegar hann gat lagt boltann út á Benedikt Warén, sem var dauðafrír og í aðeins betri stöðu.
Markalaust í hálfleik en Vestri fór að ýta á Afturelding í byrjun þess síðari.
Mikkel Jakobsen átti skot sem Yevgen Galchuk varði út í teig og þegar um klukkutími var liðinn var það Silas sem fékk algert dauðafæri þegar Benedikt fann hann í teignum, en Yevgen varði frábærlega.
Ekkert mark kom eftir venjulegan leiktíma og þurfti því framlengingu til að skera úr um hvort liðið færi áfram.
Það dró loks til tíðinda á 103. mínútu er Iker Hernandez Ezquerro tæklaði magnaða utanfótarsendingu Sergine Fall í þaknetið. Ótrúlegar senur á Laugardalsvelli.
Markið hafði greinilega tilfiningaleg áhrif á Aftureldingu því tveimur mínútum síðar fékk Andri Freyr Jónasson að líta rauða spjaldið fyrir heimskulegt brot. Afturelding fékk dæmda aukaspyrnu en Andri ákvað samt að keyra í átt að Morten Hansen og ýta honum, en hann hafði komið inn af bekknum á 79. mínútu.
Afturelding reyndi og reyndi í síðari hálfleik framlengingar en tókst ekki að ná inn jöfnunarmarki.
Vestri er því komið í Bestu deild karla. Sögulegur árangur hjá Vestra, en Afturelding verður áfram í Lengjudeildinni.
Athugasemdir