Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 12:04
Aksentije Milisic
Watkins kominn í gang - Tvö mörk á sjö mínútum gegn Brighton
Mynd: Getty Images

Nú er í gangi leikur Aston Villa og Brighton í ensku úrvalsdeildinni en þegar þetta er skrifað eru heimamenn í Villa þremur mörkum yfir.


Leikurinn fór fjörlega af stað og fengu bæði lið færi áður en Ollie Watkins kom Aston Villa í forystu. Eftir frábæra sókn átti Matty Cash fullkomna fyrirgjöf á Watkins sem skilaði boltanum í netið.

Einungis sjö mínútum síðar skoraði Watkins sitt annað mark og nú eftir góðan undirbúning frá Moussa Diaby. Watkins kláraði færið vel í nærhornið og hann hefur nú skorað í tveimur deildarleikjum í röð eftir erfiða byrjun fyrir framan markið.

Villa var ekki hætt en á 26. mínútu gerði Pervis Estupinan sjálfsmark. Títtnefndur Diaby átti þá misheppnað skot sem Estupinan stýrði í sitt eigið net. Ótrúlegar tölur á Villa Park.

Sjáðu annað markið hjá Watkins hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner