Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 30. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær ósáttur við að fá ekki fimm skiptingar
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ósáttur við að ekki sé hægt að gera fimm skiptingar í leikjum í ensku úrvalsdeildinni líkt og undir lok síðasta tímabils.

Stutt sumarfrí var hjá leikmönnum í sumar og leikjaálagið í vetur er mikið. Talsvert hefur verið um meiðsli í byrjun tímabils og Solskjær hefði viljað sjá fimm skiptingar í boði í leikjum í vetur.

„100%. Ég skil ekki af hverju það var kosið gegn þessu því að við verðum að passa upp á leikmennina. Við verðum að hugsa um leikmennina. Þetta tímabil er það mest krefjandi frá upphafi," sagði Solskjær.

„Ég skil að sum félög hafi kosið gegn þessu en ef þú tekur skref til baka og hugsar um þess atvinnumenn í fótbolta og andlega og líkamlega heilsu þeirra þá er eini skynsami kosturinn að geta gefð þeim meiri hvíld."

„Við höfum nú þegar séð mikið af meiðslum í úrvalsdeildini og ég hefði viljað hafa fimm skiptingar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner