Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   mán 30. nóvember 2020 18:30
Victor Pálsson
Hazard ekki með en Benzema snýr aftur
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, verður ekki með liðinu sem spilar við Shakhtar Donetsk á morgun.

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, verður ekki með liðinu sem spilar við Shakhtar Donetsk á morgun.

Þetta hefur Zinedine Zidane, stjóri Real, staðfest en Hazard fór meiddur af velli gegn Alaves um helgina.

Belginn knái entist í aðeins 28 mínútur í leiknum en Real tapaði viðureigninni mjög óvænt 2-1 á heimavelli.

Hazard hefur þurft að glíma við ófá meiðsli síðan hann kom frá Chelsea í fyrra fyrir allt að 150 milljónir punda.

Góðu fréttirnar fyrir Real eru þó þær að Karim Benzema er heill heilsu og mun spila leikinn í Úkraínu.
Athugasemdir
banner