Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2020 14:02
Elvar Geir Magnússon
Klopp tjáir sig um meiðslastöðuna
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mætti á fréttamannafund í dag en Liverpool mætir Ajax í Meistaradeildinni á morgun.

Hann fór þar yfir meiðslastöðuna en Jordan Henderson er klár í leikinn á morgun.

Klopp getur ekki sagt til um hvenær Thiago Alcantara snýr aftur en segir að það séu einhverjar vikur. Thiago hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir Liverpool.

Þá segir Klopp að James Milner verði klárlega ekki með í leiknum eftir að hafa meiðst í 1-1 leiknum gegn Brighton á laugardag.

Trent Alexander-Arnold, Naby Keita og Xherdan Shaqiri færast nær endurkomu en verða ekki með í leiknum á morgun

Á fundinum sagði Klopp að hnéaðgerðin á Virgil van Dijk hafi heppnast vel og að hollenski varnarmaðurinn sé að gera vel í upphafi endurhæfingar.

Liverpool er með níu stig á toppi D-riðils, Ajax og Atalanta eru með sjö stig en Midtjylland er stigalaust.
Athugasemdir
banner
banner
banner