Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 30. nóvember 2020 15:31
Elvar Geir Magnússon
Löw nýtur fulls trausts og stýrir Þýskalandi á EM
Þýska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að landsliðsþjálfarinn Joachim Löw hafi enn fullt traust sambandsins.

Stjórnin fundaði í dag og var samþykkt að Löw myndi halda áfram að leiða landsliðið.

Löw hefur verið landsliðsþjálfari Þjóðverja síðan 2006 og mun stýra liðinu í lokakeppni EM á komandi ári.

Í síðasta landsliðsglugga tapaði Þýskaland 0-6 gegn Spáni í Þjóðadeildinni og komst ekki í úrslitakeppnina.

„Ekki skal dæma afrek landsliðsins og þjálfarans á einum leik," segir í tilkynningu frá þýska sambandinu.

Undir stjórn Löw vann Þýskaland heimsmeistaratitilinn 2014.
Athugasemdir
banner
banner