mán 30. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pique ætlar ekki í aðgerð - Spilar með sársauka
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Gerard Pique hefur ákveðið að fara ekki í aðgerð á hné. Miðvörðurinn verður 34 ára í febrúar og myndi missa af stórum hluta tímabilsins með aðgerð.

Hann ætlar frekar að spila í gegnum sársaukann þar sem það gæti orðið ansi erfitt fyrir hann að koma til baka í góðu standi eftir aðgerð.

Barcelona hefur ekki farið sérlega vel af stað í haust og er með 14 stig eftir 9 umferðir í spænsku deildinni.

Pique hefur verið frá vegna hnémeiðsla í eina viku og óljóst er hvenær hann verður klár aftur í slaginn.
Athugasemdir
banner