Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Defoe verður ekki partur af þjálfarateymi Rangers
Jermain Defoe
Jermain Defoe
Mynd: EPA
Enski framherjinn Jermain Defoe verður ekki hluti af þjálfarateymi Rangers undir stórn Giovanni van Bronckhorst en hollenski þjálfarinn segir hann þó enn vera með hlutverk hjá félaginu.

Defoe kom til Rangers á frjálsri sölu frá Bournemouth á síðasta ári og framlengdi síðan samning sinn í sumar.

Hann var tekinn inn í þjálfarateymi Rangers undir stjórn Steven Gerrard og var því spilandi þjálfari en mun ekki vera hluti af teyminu hjá Van Bronckhorst.

Hollendingurinn fékk landa sinn, Roy Makaay, inn í þjálfarateymið og fengi því Defoe ekki að taka mikinn þátt á æfingasvæðinu en hann vonast þó til að geta notað hann inn á vellinum.

„Hann er góður. Þegar ég kom hingað þá var hann auðvitað hluti af þjálfarateyminu og líka leikmaður. Hann er upptekinn að klára þjálfararéttindin sem er mjög gott því við erum að hugsa um næstu ferli og möguleika okkar í taktíkinni."

„En eins og staðan er núna þá er Jermain leikmaður og við munum aðeins nota hann sem leikmann. Það er oft þörf á gæðunum sem hann býr yfir,"
sagði Van Bronckhorst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner