Sóknarmennirnir Jarrod Bowen og Michail Antonio eru báðir að glíma við hnémeiðsli og spila ekki með West Ham gegn Backa Topola í Evrópudeildinni í dag.
Leikurinn hefst klukkan 17:45 í Serbíu.
Leikurinn hefst klukkan 17:45 í Serbíu.
Bowen og Antonio meiddust í landsleikjaglugganum og fjarvera þeirra gerir það að verkum að hinn nítján ára gamli Divin Mubama gæti byrjað leikinn.
West Ham og Freiburg, sem munu mætast í lokaumferðinni, eru jöfn að stigum með níu stig á toppi A-riðils. Sigurvegari riðilsins kemst í 16-liða úrslit en liðið í öðru sæti fer í umspilseinvígi gegn liði sem hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni.
Athugasemdir