Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fim 30. nóvember 2023 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli mátti ekki fara í viðtal - Anton gaf ekki kost á sér
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson var á skotskónum í dag þegar Breiðablik tapaði naumlega 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Gísli fékk þá sitt annað gula spjald undir lok leiksins og var hann þess vegna rekinn af velli. Fótbolti.net sóttist eftir því að fá Gísli í viðtal eftir leik en það var ekki í boði.

Samkvæmt upplýsingum sem fréttamaður Fótbolta.net fékk eftir leik þá mátti Gísli ekki koma í viðtal út af rauða spjaldinu.

Reglurnar á leikjum í riðlakeppni í Evrópu eru mjög strangar en UEFA stendur fyrir Sambandsdeildinni.

Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, gaf þá ekki kost á sér í viðtal að þessu sinni. Það er spurning með framtíð hans hjá Breiðabliki en félagið fékk á dögunum danskan markvörð til reynslu. Anton hefur átt betri leiki en hann átti í dag.

„Við bara skoðum allar stöður og hvernig við getum bætt liðið, fengið samkeppni og annað, en ekkert frekar þá stöðu en aðrar í augnablikinu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á blaðamannafundi í gær er hann var spurður út í markvarðarstöðuna.

Viðtöl eftir leikinn í dag koma hér inn á síðuna innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner