Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 30. nóvember 2024 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Illa farið með lærisveina Rooney - Jafntefli í fyrsta leik Lampard
Útlitið er ekki gott fyrir Wayne Rooney og hans menn
Útlitið er ekki gott fyrir Wayne Rooney og hans menn
Mynd: Getty Images
Frank Lampard stýrði Coventry í fyrsta sinn í dag
Frank Lampard stýrði Coventry í fyrsta sinn í dag
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Wayne Rooney í Plymouth töpuðu stórt annan leikinn í röð er það laut í lægra haldi fyrir Bristol City, 4-0, á Ashton Gate í ensku B-deildinni í kvöld.

Rooney urðaði yfir leikmenn sína eftir 6-1 tapið gegn Norwich í síðustu umferð en þeir tóku það greinilega ekki til sín því liðið fékk skell annan leikinn í röð í dag.

Að vísu var markalaust í hálfleik en í þeim síðari rúllaði Bristol City yfir Plymouth. Scott Twine skoraði á 57. mínútu og þá gerði Anis Mehmeti tvö mörk á átta mínútum áður en Sinclair Armstrong rak síðasta naglann í kistu Plymouth.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Plymouth sem er í 21. sæti með 17 stig.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston sem gerði 1-1 jafntefli við WBA.

Skagamaðurinn gerði ágætis hluti í leiknum og var með bestu mönnum Preston áður en honum var skipt af velli undir lok leiks.

Preston er í 18. sæti með 18 stig.

Frank Lampard stýrði sínum fyrsta leik með Coventry er liðið gerði 2-2 jafntefli við Cardiff City. Coventry er í 16. sæti með 18 stig.

Bristol City 4 - 0 Plymouth
1-0 Scott Twine ('57 )
2-0 Anis Mehmeti ('62 )
3-0 Anis Mehmeti ('70 )
4-0 Sinclair Armstrong ('90 )

Coventry 2 - 2 Cardiff City
0-1 Yakou Meite ('4 )
1-1 Ephron Mason-Clark ('7 )
1-2 Alex Robertson ('48 )
2-2 Victor Torp ('88 , víti)

Norwich 4 - 2 Luton
0-1 Elijah Adebayo ('20 )
1-1 Ante Crnac ('25 )
2-1 Ante Crnac ('33 )
2-2 Jacob Brown ('48 )
3-2 Emiliano Marcondes ('81 )
4-2 Borja Sainz ('86 )

Preston NE 1 - 1 West Brom
0-1 Karlan Grant ('13 )
1-1 Emil Riis Jakobsen ('55 )

Stoke City 0 - 2 Burnley
0-1 Jay Rodriguez ('52 )
0-2 Josh Brownhill ('78 , víti)

Swansea 2 - 2 Portsmouth
0-1 Matt Ritchie ('25 )
1-1 Connor Ogilvie ('45 , sjálfsmark)
1-2 Josh Murphy ('45 )
2-2 Liam Cullen ('54 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 28 17 8 3 53 19 +34 59
2 Sheffield Utd 29 18 6 5 40 21 +19 58
3 Burnley 28 15 11 2 36 9 +27 56
4 Sunderland 29 15 10 4 42 24 +18 55
5 West Brom 29 10 14 5 38 25 +13 44
6 Middlesbrough 29 12 8 9 47 36 +11 44
7 Blackburn 29 12 6 11 32 28 +4 42
8 Bristol City 29 10 11 8 37 34 +3 41
9 Watford 29 12 5 12 40 41 -1 41
10 Sheff Wed 29 11 8 10 42 45 -3 41
11 Norwich 29 10 9 10 48 42 +6 39
12 Coventry 29 10 8 11 39 38 +1 38
13 QPR 29 9 11 9 32 37 -5 38
14 Preston NE 29 8 13 8 32 36 -4 37
15 Oxford United 29 9 9 11 33 43 -10 36
16 Millwall 28 8 10 10 27 26 +1 34
17 Swansea 29 9 7 13 32 40 -8 34
18 Cardiff City 29 7 10 12 33 44 -11 31
19 Hull City 29 7 8 14 30 38 -8 29
20 Stoke City 29 6 11 12 26 36 -10 29
21 Portsmouth 28 7 8 13 36 51 -15 29
22 Derby County 29 7 6 16 32 40 -8 27
23 Luton 29 7 5 17 29 48 -19 26
24 Plymouth 29 4 10 15 27 62 -35 22
Athugasemdir
banner
banner