Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 31. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arshavin ráðleggur Arsenal að losa Özil - „Hægir á leiknum"
Andrey Arshavin, fyrrum leikmaður Arsenal, er á því að félagið eigi að losa sig við Mesut Özil, sóknarmiðjumann liðsins, þrátt fyrir að Özil sé með gæði í heimsklassa.

Arshavin finnst Özil hægja of oft á leiknum og hann telur að Mikel Arteta, stjóri Arsenal geti fundið annan mann í stöðu Þjóðverjans.

„Ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir Mestu. Hann er heimsklassa leikmaður," sagði Arshavin við 888 Sport.

„En persónulega finnst mér hann hægja á leoknum. Ég myndi vilja sjá annan í hans stöðu. Mikel, eins og við sjáum, er ekki á sama máli og notar Özil mikið."

„Özil hefur bætt leik sinn hjá Arsenal en þegar ég horfi til framtíðar sé ég hann ekki hjá félaginu,"
sagði Arshavin að lokum.
Athugasemdir