þri 31. mars 2020 09:25
Elvar Geir Magnússon
Grealish ekki eina úrvalsdeildarstjarnan í gleðskapnum
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa.
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær en hann braut útgöngubann og skellti sér í partí í Birmingham seint á laugardaginn.

Mirror fullyrðir það að tveir aðrir leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni í dag hafi verið í sama gleðskap og Grealish.

Blaðið segir að um þekkt nöfn sé að ræða, ekki er gefið upp hverjir leikmennirnir eru en sagt að annar þeirra sé enskur landsliðsmaður.

Heimildarmaður blaðsins segir að leikmennirnir krossleggi nú fingur og voni að ekki komist upp um þeirra agabrot.

Æðstu menn ensku úrvalsdeildarinnar eru reiðir yfir því sem gerðist en gleðskapurinn var nokkrum klukkustunum eftir að deildin setti af stað herferðina 'Við erum öll eitt lið' þar sem fólk er hvatt til að halda sér heima á meðan kórónaveirufaraldurinn geysar.
Athugasemdir
banner
banner
banner