Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Auglýsa eftir arftaka Phil Neville á netinu
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er í leit að arftaka Phil Neville sem mun stíga úr þjálfarasæti enska kvennalandsliðsins þegar samningur hans rennur út á næsta ári.

Sambandið, sem vill skipta um þjálfara fyrir EM sem var frestað til 2022, hefur því sett upp auglýsingu á vefsíðu sinni með starfslýsingu.

„Við leitumst eftir einstaklingi sem getur búið til sigursælt lið sem virðir og fylgir gildum knattspyrnusambandsins," segir meðal annars í starfslýsingunn.

„Búist er við að þjálfarinn rækti menningu sem byggir á trausti, samheldni og jákvæðni."

Umsækjendur hafa tíma til 30. júní til að skila inn umsóknum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnusambandið fer þessa leið til að ráða í mikilvæg störf. Þetta var gert 2016 þegar Gareth Southgate hætti með U21 liðið til að taka við A-landsliði karla. Þá var auglýst eftir lausu starfi aðalþjálfara U21 landsliðsins áður en Aidy Boothroyd var ráðinn.

Jill Ellis, sem gerði Bandaríkin að heimsmeisturum 2015 og 2019, hefur verið nefnd til sögunnar sem mögulegur arftaki Neville sem og Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Hollands.

Neville segist vera orðinn leiður á starfinu. Hann hafi ekki nógu mikið að gera þar sem alltof lítið sé um landsleiki yfir heilt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner