Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villas Boas áfram í Marseille - Payet hæstánægður
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Andre Villas-Boas verður áfram knattspyrnustjóri Marseille í Frakklandi og mun hann stýra liðinu á næstu leiktíð.

Eftir að Andoni Zubizarreta hætti sem yfirmaður knattspyrnumála þá var sagt að Villas-Boas myndi fylgja honum, en svo verður ekki. Villas-Boas verður áfram með Marseille.

Þessi tíðindi hafa glatt Dimitri Payet, miðjumann Marseille. „Villas-Boas er með mikinn stuðning úr búningsklefanum. Þetta eru líka frábær tíðindi fyrir mig því við áttum frábært tímabil saman. Hann elskar að vera með boltann, og ég elska leikinn fallega."

Villas-Boas tók við Marseille síðastliðið sumar og skilaði liðinu í Meistaradeildarsæti. Liðið endaði í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, en keppni hefur verið hætt í frönsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Villas-Boas hefur komið víða við undanfarin ár en hann stýrði á sínum tíma Chelsea og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner