Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brjáluð stemning á heimavelli Roma þegar Dybala skoraði
Mynd: EPA

Seinni hálfleikur í viðureign Roma og Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar er ný hafinn.


Roma komst yfir í leiknum en Paulo Dybala sem skoraði markið eftir rúmlega hálftíma leik.

Dybala var tæpur fyrir leikinn en er í byrjunarliðinu og hann fagnaði markinu innilega með sjúkraþjálfara liðsins en þeir hafa sennilega unnið mikið saman undanfarið.

Leikurinn fer fram á Puskas Arena í Búdapest í Ungverjalandi en það er ekki aðeins stemning þar. Það er risaskjár á Stadio Olimpico heimavelli Roma þar sem er stútfullt og mikil stemning.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Dybala skoraði.

Sevilla jafnaði metin rétt í þessu en Gianluca Mancini varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.


Athugasemdir
banner
banner
banner