Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. júlí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nike meðal fyrirtækja sem eru sökuð um að nota þræla í Kína
Mynd: Nike
Ástralska stofnunin ASPI gaf út skýrslu sem sakar Nike og önnur stórfyrirtæki um að nýta sér þræla í Kína til að framleiða vörur sínar.

Því er haldið fram að Nike láti þrælana framleiða íþróttavörur, en Nike er eitt stærsta íþróttamerkið í knattspyrnuheiminum.

Þrælarnir eru af Uighur-þjóðflokkinum sem kínverska ríkisstjórnin hefur ofsótt undanfarin ár.

ASPI heldur því fram að rúmlega 80 þúsund Uighúrar séu neyddir til að starfa svo gott sem launalaust í verksmiðjum í Kína. Þeir framleiða vörur fyrir fyrirtæki á borð við Apple, BMW, Gap, Huawei, Samsung, Sony og Wolksvagen.

ASPI heldur því fram að kínverska ríkisstjórnin sé að baki þessum þrældómi í tilraun sinni til að breyta menningu Uighúra. Þeim er bannað að iðka trú sína og er fylgst með þeim í gegnum GPS kerfi svo þeir geti ekki snúið aftur til heimila sinna í Xinjiang héraði.

Uighur þjóðflokkurinn aðhyllist múslimstrú en Kína er trúlaus þjóð. Kínverska ríkisstjórnin óttast hryðjuverkaárásir frá Uighur fólkinu og notar þann ótta sem afsökun fyrir ofsóknum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner