Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   mið 31. júlí 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan: Erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessari stöðu, í 12. sæti og missum tvo leiki í röð niður á síðustu mínútunum," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

Dalvík/Reynir var manni færri eftir að Nikola Kristinn Stojanovic fékk rautt spjald snemma leiks. Sæmundur Sven A Schepsky fékk svo rautt í liði ÍR þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Nikola fer í boltann fyrst en svo fylgja lappirnar líka. Dómarinn telur að þetta sé gróft brot, við breytum því ekki," sagði Dragan.

Dalvík/Reynir hefur fengið ansi mörg rauð spjöld í sumar en liðið spilaði mun betur í dag manni færri en meðan jafnt var í liðunum.

„Ég hefði viljað að þeir hefðu klárað ellefu. Þá hefðum við verið meira á tánum. Þegar þetta verður tíu á móti tíu, ég segi ekki að við höfðum slakað á en ég hefði viljað að þeir hefðu klárað leikinn með ellefu (leikmenn)," sagði Dragan.

„Allir geta fengið rautt spjald. Ég var reiður þegar þú tókst viðtal við mig í Reykjavík. Ég sá þetta ekki alveg núna en við erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald."


Athugasemdir
banner