Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 31. júlí 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan: Erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessari stöðu, í 12. sæti og missum tvo leiki í röð niður á síðustu mínútunum," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

Dalvík/Reynir var manni færri eftir að Nikola Kristinn Stojanovic fékk rautt spjald snemma leiks. Sæmundur Sven A Schepsky fékk svo rautt í liði ÍR þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Nikola fer í boltann fyrst en svo fylgja lappirnar líka. Dómarinn telur að þetta sé gróft brot, við breytum því ekki," sagði Dragan.

Dalvík/Reynir hefur fengið ansi mörg rauð spjöld í sumar en liðið spilaði mun betur í dag manni færri en meðan jafnt var í liðunum.

„Ég hefði viljað að þeir hefðu klárað ellefu. Þá hefðum við verið meira á tánum. Þegar þetta verður tíu á móti tíu, ég segi ekki að við höfðum slakað á en ég hefði viljað að þeir hefðu klárað leikinn með ellefu (leikmenn)," sagði Dragan.

„Allir geta fengið rautt spjald. Ég var reiður þegar þú tókst viðtal við mig í Reykjavík. Ég sá þetta ekki alveg núna en við erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald."


Athugasemdir
banner
banner