Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 31. júlí 2024 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan: Erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er mjög svekkjandi, sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessari stöðu, í 12. sæti og missum tvo leiki í röð niður á síðustu mínútunum," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir jafntefli liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  1 ÍR

Dalvík/Reynir var manni færri eftir að Nikola Kristinn Stojanovic fékk rautt spjald snemma leiks. Sæmundur Sven A Schepsky fékk svo rautt í liði ÍR þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Nikola fer í boltann fyrst en svo fylgja lappirnar líka. Dómarinn telur að þetta sé gróft brot, við breytum því ekki," sagði Dragan.

Dalvík/Reynir hefur fengið ansi mörg rauð spjöld í sumar en liðið spilaði mun betur í dag manni færri en meðan jafnt var í liðunum.

„Ég hefði viljað að þeir hefðu klárað ellefu. Þá hefðum við verið meira á tánum. Þegar þetta verður tíu á móti tíu, ég segi ekki að við höfðum slakað á en ég hefði viljað að þeir hefðu klárað leikinn með ellefu (leikmenn)," sagði Dragan.

„Allir geta fengið rautt spjald. Ég var reiður þegar þú tókst viðtal við mig í Reykjavík. Ég sá þetta ekki alveg núna en við erum ekki fyrsta liðið í heiminum til að fá svona spjald."


Athugasemdir
banner
banner