Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mið 31. júlí 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur í rigningu og roki og bara ekta bardagaleikur. Við náðum að taka lengsta stráið en þetta hefði getað farið hvernig sem er. Það var fullt af færum í þessu á báða bóga. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina og það sem við leggjum í leikinn og uppskerum þrjú stig.“ Sagði ánægður þjálfari Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson um leikinn eftir dramatískan sigur hans manna á Þór á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur betri taktur færst í lið Keflavíkur eftir því sem á hefur liðið. Hægt og rólega hefur liðið færst ofar í töfluna og er nú í fínum möguleika á sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

„Það er þannig að sigrarnir þeir næra sálina og þegar maður nær að tengja saman sigra þá kemur annar taktur í okkur og þetta verður eðlilega skemmtilegra.“

Talsvert hefur verið rætt um Sami Kamel og áhuga liða í efstu deild á honum undanfarna daga. Kamel byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í kvöld en kom ínn á er líða fór á síðari hálfleikinn. Hvernig standa hans mál?

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar, glugginn er opinn hjá ýmsum leikmönnum hjá okkur. Ástæða þess að hann byrjaði á bekknum er samt sú að hann æfði nánast ekkert í vikunni og er stífur aftan í læri þannig að við ákváðum í sameiningu að hann myndi byrja á bekknum.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner