Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 31. júlí 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur í rigningu og roki og bara ekta bardagaleikur. Við náðum að taka lengsta stráið en þetta hefði getað farið hvernig sem er. Það var fullt af færum í þessu á báða bóga. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina og það sem við leggjum í leikinn og uppskerum þrjú stig.“ Sagði ánægður þjálfari Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson um leikinn eftir dramatískan sigur hans manna á Þór á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur betri taktur færst í lið Keflavíkur eftir því sem á hefur liðið. Hægt og rólega hefur liðið færst ofar í töfluna og er nú í fínum möguleika á sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

„Það er þannig að sigrarnir þeir næra sálina og þegar maður nær að tengja saman sigra þá kemur annar taktur í okkur og þetta verður eðlilega skemmtilegra.“

Talsvert hefur verið rætt um Sami Kamel og áhuga liða í efstu deild á honum undanfarna daga. Kamel byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í kvöld en kom ínn á er líða fór á síðari hálfleikinn. Hvernig standa hans mál?

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar, glugginn er opinn hjá ýmsum leikmönnum hjá okkur. Ástæða þess að hann byrjaði á bekknum er samt sú að hann æfði nánast ekkert í vikunni og er stífur aftan í læri þannig að við ákváðum í sameiningu að hann myndi byrja á bekknum.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner