Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 31. júlí 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ekta bardagaleikur
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur í rigningu og roki og bara ekta bardagaleikur. Við náðum að taka lengsta stráið en þetta hefði getað farið hvernig sem er. Það var fullt af færum í þessu á báða bóga. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina og það sem við leggjum í leikinn og uppskerum þrjú stig.“ Sagði ánægður þjálfari Keflavíkur Haraldur Freyr Guðmundsson um leikinn eftir dramatískan sigur hans manna á Þór á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 Þór

Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur betri taktur færst í lið Keflavíkur eftir því sem á hefur liðið. Hægt og rólega hefur liðið færst ofar í töfluna og er nú í fínum möguleika á sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

„Það er þannig að sigrarnir þeir næra sálina og þegar maður nær að tengja saman sigra þá kemur annar taktur í okkur og þetta verður eðlilega skemmtilegra.“

Talsvert hefur verið rætt um Sami Kamel og áhuga liða í efstu deild á honum undanfarna daga. Kamel byrjaði á varamannabekk Keflavíkur í kvöld en kom ínn á er líða fór á síðari hálfleikinn. Hvernig standa hans mál?

„Það eru alltaf einhverjar þreifingar, glugginn er opinn hjá ýmsum leikmönnum hjá okkur. Ástæða þess að hann byrjaði á bekknum er samt sú að hann æfði nánast ekkert í vikunni og er stífur aftan í læri þannig að við ákváðum í sameiningu að hann myndi byrja á bekknum.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir