Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   lau 31. ágúst 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matic: Man Utd gerði mistök
Matic og McTominay í leik með United.
Matic og McTominay í leik með United.
Mynd: Getty Images
Conte krækti í McTominay.
Conte krækti í McTominay.
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United, setti inn færslu á X í dag þar sem hann tjáði sig um félagaskipti Scott McTominay frá Manchester United til Napoli.

United fær um 30 milljónir evra fyrir McTominay og prósentu af næstu sölu.

Matic er á því að United hafi gert mistök með sölunni.

„Mín skoðun er að Man Utd hafi gert mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fá inn mann sem fyllir í hans skarð. Conte er klár maður," skrifar Matic. Antonio Conte er stjóri Napoli.

McTominay er uppalinn hjá United og hefur reglulega skorað mikilvæg mörk fyrir liðið. Hann var kannski ekki nægilega góður til að vera byrjunarliðsmaður hjá United, en hans kraftur nýttist vel þegar þurfti að finna mark eða verjast í stórleikjum.


Athugasemdir
banner
banner