Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 02. október 2007 09:20
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Heimild: Soccernet 
Stjóri Steaua verður rekinn vinni þeir ekki Arsenal í kvöld
Becali (lengst til hægri) setur mikla pressu á stjóra Steaua fyrir leik liðsins gegn Arsenal
Becali (lengst til hægri) setur mikla pressu á stjóra Steaua fyrir leik liðsins gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Gigi Becali, eigandi Steaua Bucharest, hefur greint frá því að stjórinn Massimo Pedrazzini verði rekinn frá félaginu takist honum ekki að leggja Arsenal af velli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Pedrazzini tók tímabundið við liðinu í síðasta mánuði eftir að goðsögnin Gheorghe Hagi hætti óvænt hjá félaginu.

Pedrazzini hefur unnið báða leiki sína til þessa, 4-0 sigur á Bacau í bikarnum og 1-0 sigur á Vaslui í deildinni á laugardaginn, en það lítur allt út fyrir að hann hefur ekki enn unnið inn traust eigandans.

,,Ef við töpum á morgun verður Pedrazzini rekinn,” sagði Becali sem hefur lofað leikmönnum liðsins 20 þúsund punda bónus fyrir að leggja Arsenal af velli í kvöld.

Á meðan hefur Pedrazzini sagt að meira að segja Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, myndi vera í erfiðleikum í sínu starfi.

,,Becali ætti að fá Mourinho til Steaua vegna þess að hann er líka frír. Becali ætti að segja við Mourinho: ‘Þú ert stjóri Steaua, þú hefur þrjá leiki. Þú verður áfram ef þú vinnur. Ef þú tapar, þá ferðu’. Hann ætti einnig að segja honum að einn af þessum þremur leikjum sé gegn Arsenal. Meira að segja Mourinho myndi lenda í erfiðleikum. Enginn getur gert kraftaverk,” sagði Pedrazzini.

Þá sagði ítalski stjórinn einnig að Wenger og hans menn hafi enga veikleika: ,,Arsenal hefur enga veikleika. Við verðum að spila fótbolta. Við verðum að vera snjallir og við verðum að hlaupa mikið. Arsenal er með mjög kröftugt lið.”
Athugasemdir
banner
banner