Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. nóvember 2010 15:46
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ray, Magnús Agnar og Eyjólfur Héðins á X-inu á morgun
Ray Antonhy Jónsson.
Ray Antonhy Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg um að vera í útvarpsþættinum Fótbolti.net á morgun. Þátturinn er á dagskrá á X-inu FM 97,7 eins og alla aðra laugardaga milli 12 og 14.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður, er gestur þáttarins að þessu sinni en rætt verður við hann um starf hans og fotboltann á Íslandi.

Eyjólfur Héðinsson, leikmaður GAIS, í Svíþjóð verður í símaviðtali.

Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, lék á dögunum sína fyrstu landsleiki með Filippseyjum. Ray er ennþá staddur í Filippseyjum en reynt verður að ná tali af honum.

Enski boltinn verður síðan á sínum stað en Guðmundur Benediktsson verður á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson en ef þú hefur eitthvað fram að færa í þáttinn er tölvupósturinn [email protected]. Hægt er að hlusta á X-ið á netinu með því að smella hérna

Smelltu hér til að hlusta á eldri útvarpsþætti
banner
banner