Nuno Espirito Santo, stjóri West Ham, staðfest brottför þýska framherjans Niclas Füllkrug frá félaginu en hann er að ganga í raðir AC Milan á Ítalíu.
Füllkrug var einn besti framherji þýsku deildarinnar með Werder Bremen og síðar Borussia Dortmund áður en West Ham keypti hann fyrir 27 milljónir punda á síðasta ári.
Hann komst aldrei á skrið með West Ham og verið óheppinn með meiðsli.
Framherjinn óskaði eftir því að fara annað í leit að fleiri mínútum og hefur nú fengið það í gegn en hann fer til Milan á láni út tímabilið. Milan getur gert skiptin varanleg fyrir um það bil 10 milljónir punda á meðan lánsdvölinni stendur.
„Við óskum honum góðs gengis, en það er alveg greinilegt að þetta var ekki að ganga upp. Við höfum margt sem við þurfum að hugsa um. Smávægileg meiðsli og hann náði aldrei að koma sér á almennilegt skrið,“ sagði Füllkrug.
Nuno var spurður út í það hvort West Ham ætli að fá annan leikmann í stað hans, en hann er ekki með hugann við það í augnablikinu.
„Við ætlum að einbeita okkur að leiknum gegn Fulham, en við erum að vinna í þessu. Þegar munum taka ákvörðun þegar rétta augnablikið kemur upp,“ sagði Portúgalinn.
Athugasemdir



