Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fös 12. júlí 2013 11:31
Magnús Már Einarsson
Dani í læknisskoðun hjá ÍA og Skoti á reynslu
Þórður Guðjónsson.
Þórður Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru að vinna í að styrkja leikmannahóp sinn fyrir síðari hluta tímabilsins.

Í dag mun danskur varnarmaður koma til félagsins og fara í læknisskoðun en ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann ganga til liðs við ÍA.

Um er að ræða leikmann sem getur spilað í hjarta varnarinnar og sem bakvörður en þetta staðfesti Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þá er skoskur sóknarmaður á leið til ÍA á reynslu en Þórður vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um leikmennina að svo stöddu.

Þórður er sjálfur að láta af störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA.

,,Ég er byrjaður í nýju starfi hjá Símanum og er nánast hættur á skrifstofu ÍA en mun sinna starfinu áfram þangað til annað kemur í ljós," sagði Þórður.

ÍA mætir Fylki í uppgjöri botnliðanna í Pepsi-deildinni á mánudag en ekki er mögulegt að styrkja leikmannahópinn að utan fyrir þann leik því að erlendir leikmenn fá ekki leikheimild hjá KSÍ fyrr en á þriðjudag.
Athugasemdir
banner