Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. ágúst 2013 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór skoraði í tapi toppliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgården 2 - 1 Helsingborg
0-1 Arnór Smárason ('22)
1-1 Godsway Donyoh ('43)
2-1 Amadou Jawo ('58)

Arnór Smárason var í byrjunarliðinu er topplið Helsingborg tapaði óvænt fyrir fallbaráttuliði Djurgården í sænsku efstu deildinni.

Arnór skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik en Godsway Donyoh jafnaði leikinn rétt fyrir leikhlé.

Heimamenn voru sterkari í leiknum og komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Amadou Jawo.

Meira var ekki skorað og er Helsingborg enn á toppi deildarinnar, en nú aðeins með tveggja stiga forskot.
Athugasemdir
banner
banner