Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
fimmtudagur 18. desember
Sambandsdeildin
fimmtudagur 27. nóvember
miðvikudagur 19. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
sunnudagur 16. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni EM U21
Undankeppni HM
miðvikudagur 12. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 12. september
Besta-deild kvenna
laugardagur 17. janúar
Championship
Ipswich Town - Blackburn - 12:30
Wrexham - Norwich - 15:00
Southampton - Hull City - 15:00
Preston NE - Derby County - 15:00
Watford - Millwall - 12:30
Stoke City - QPR - 15:00
Charlton Athletic - Sheffield Utd - 15:00
Oxford United - Bristol City - 15:00
Sheff Wed - Portsmouth - 15:00
Swansea - Birmingham - 17:30
Coventry - Leicester - 12:30
Úrvalsdeildin
Sunderland - Crystal Palace - 15:00
Man Utd - Man City - 12:30
Leeds - Fulham - 15:00
Chelsea - Brentford - 15:00
Tottenham - West Ham - 15:00
Liverpool - Burnley - 15:00
Nott. Forest - Arsenal - 17:30
Division 1 - Women
Le Havre W - PSG W - 20:00
Montpellier W - Dijon W - 16:00
Saint-Etienne W - Nantes W - 14:00
Fleury W - Marseille W - 16:00
Lens W - Strasbourg W - 13:00
Bundesligan
Wolfsburg - Heidenheim - 14:30
Dortmund - St. Pauli - 14:30
Hamburger - Gladbach - 14:30
Hoffenheim - Leverkusen - 14:30
RB Leipzig - Bayern - 17:30
Köln - Mainz - 14:30
Afríkukeppnin
Egyptaland - Nígería - 16:00
Vináttuleikur
Kanada - Guatemala - 03:00
Fiji U-19 0 - 2 Australia U-17
Serie A
Udinese - Inter - 14:00
Napoli - Sassuolo - 17:00
Cagliari - Juventus - 19:45
Serie A - Women
Fiorentina W - Genoa W - 14:00
Napoli W - FC Como W - 17:00
Parma W - Milan W - 11:30
La Liga
Mallorca - Athletic - 15:15
Osasuna - Oviedo - 17:30
Betis - Villarreal - 20:00
Real Madrid - Levante - 13:00
lau 17.jan 2026 09:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Magazine image

UTAN VALLAR: Breiðablik fær hátt í 600 milljónir fyrir Sambandsdeildina

Breiðablik fékk í gær greiðslu frá UEFA sem nam hátt í 111 milljónum króna. Í heildina hefur Breiðablik hingað til fengið greitt að minnsta kosti 563 milljónir króna og von er á tveimur greiðslum til viðbótar.

Sundurliðun á greiðslum Breiðabliks fyrir Sambandsdeildina.
Sundurliðun á greiðslum Breiðabliks fyrir Sambandsdeildina.
Mynd/UTAN VALLAR
Greiðslufyrirkomulag Sambandsdeildarinnar 2025/26.
Greiðslufyrirkomulag Sambandsdeildarinnar 2025/26.
Mynd/UEFA
Leikmenn fögnuðu dátt eftir sigurinn gegn Shamrock Rovers þann 11. desember síðastliðinn.
Leikmenn fögnuðu dátt eftir sigurinn gegn Shamrock Rovers þann 11. desember síðastliðinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði jafntefli gegn KuPS sem tryggði þeim ríflega 20 milljónum króna.
Breiðablik gerði jafntefli gegn KuPS sem tryggði þeim ríflega 20 milljónum króna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason stýrði sínum fyrstu leikjum sem þjálfari Breiðabliks í Sambandsdeildinni.
Ólafur Ingi Skúlason stýrði sínum fyrstu leikjum sem þjálfari Breiðabliks í Sambandsdeildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Undankeppnin
Breiðablik hóf Evrópuævintýrið sitt á einvígi gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar þar sem Breiðablik bar sigur úr býtum. Næst mættu þeir pólska liðinu Lech Poznan en lutu í lægra hald og mættu þá bosníska liðinu Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. Breiðablik tapaði því einvígi og mætti næst Virtus frá San Marinó en Breiðablik vann það einvígi og komst inn Sambandsdeildina. Fyrir þátttöku sína í undankeppninni fékk Breiðablik  700 þúsund evrur, rúmlega 100 milljónir króna. 

Sambandsdeildin
Fyrir það eitt að komast inn í Sambandsdeildina fær Breiðablik 3.170.000 evrur sem skiptist í tvær greiðslur. Fyrri greiðslan átti sér stað þann 26. september og nam 3.050.000 evrum, tæplega 433 milljónir króna. Sama dag fékk Breiðablik líka greitt 75% af virðisstoðinni (e. Value Pillar) en sú greiðsla byggir á sjónvarpsréttindum og styrkleikaröðun liða. Nákvæm fjárhæð verður ekki ljós fyrr en á 51. þingi UEFA sem verður haldið vorið 2027, en þá verður fjárhagsskýrsla UEFA fyrir tímabilið 2025/26 birt. Það má þó nefna að Breiðablik fékk 110 þúsund evrur frá virðisstoðinni þegar liðið spilaði síðast í Sambandsdeildinni.

Næst fékk Breiðablik greitt þann 21. nóvember fyrir árangurinn í fyrstu þremur leikjum Sambandsdeildarinnar. Fyrir sigur fást 400 þúsund evrur, jafntefli tryggir báðum liðum 133 þúsund evrur og ekkert er greitt fyrir tap. Breiðablik gerði jafntefli við finnska liðið KuPS í 2. umferð Sambandsdeildarinnar og fékk 133 þúsund evrur greitt fyrir það. Miðað við gengi evrunnar þann dag nemur sú fjárhæð 19,6 milljónum króna.

Í gær fékk Breiðablik svo greitt fyrir seinni þrjá leikina sína. Breiðablik gerði jafntefli við tyrkneska liðið Samsunspor og fékk greitt 133 þúsund evrur fyrir það. Síðan sigraði Breiðablik írska liðið Shamrock Rovers og fékk 400 þúsund evrur fyrir það, ríflega 58,6 milljónir króna. Einnig fékk Breiðablik greiðslu fyrir það sæti sem það lenti í í deildarkeppninni. Sú greiðsla virkar þannig að hvert lið fær ákveðið marga hluti eftir því hvar liðið endar í töflunni. Neðsta liðið fær einn hlut, næstneðsta liðið fær tvo hluti og svo koll af koll upp í efsta liðið sem fær 36 hluti. Virði hvers hlutar er 28 þúsund evrur, rúmlega 4 milljónir króna. Breiðablik endaði í 30. sæti Sambandsdeildarinnar og fær því samtals átta hluti að virði 224 þúsund evrur, tæplega 32,8 milljónir króna. Í gær fékk Breiðablik því samtals tæplega 111 milljónir greiddar frá UEFA.

Breiðablik á von á tveimur greiðslum til viðbótar. Annars vegar eftirstöðvar virðisstoðarinnar sem verður greitt þann 12. júní næstkomandi, en fjárhæð þeirrar greiðslu er ekki vituð. Síðan verða eftirstöðvar þátttökugreiðslunnar, samtals 120 þúsund evrur, greiddar einhvern tímann í október 2026, en UEFA tilgreinir ekki nákvæma dagsetningu. 

Samtals hefur Breiðablik hingað til fengið greitt að minnsta kosti 563 milljónir króna fyrir þátttöku sína í Sambandsdeildinni. Það er ekki vitað hvað greiðslurnar fyrir virðisstoðina eru háar en miðað við þátttöku Breiðabliks í Sambandsdeildinni tímabilið 2023/24 gætu þær greiðslur numið 15 milljónum króna. Auk þess á Breiðablik von á 120 þúsund evru greiðslu næsta október sem gæti numið hátt í 18 milljónum króna. Því er hægt að gróflega áætla að heildargreiðslur sem Breiðablik mun fá fyrir Sambandsdeildina muni nema hátt í 600 milljónum króna ofan á tæplega 100 milljónir króna sem félagið fékk fyrir undankeppnina. Til samanburðar var velta Breiðabliks árið 2024 738 milljónir króna.

Í samanburði við fyrri árangur í Sambandsdeildinni
Breiðablik komst fyrst allra liða inn í Sambandsdeild Evrópu tímabilið 2023/24. Fyrir þátttöku sína í undankeppninni fékk liðið rúmlega 75 milljónir króna og eitthvað í kringum 453 milljónir króna fyrir þátttöku sína í Sambandsdeildinni. Samtals fékk Breiðablik því eitthvað í kringum 528 milljónir króna.

Víkingur komst síðan í Sambandsdeildina tímabilið eftir það og fékk tæplega 100 milljónir króna fyrir þátttöku sína í undankepnninni. Auk þess fékk félagið hátt í 800 milljónir króna fyrir þátttöku sína í Sambandsdeildinni. Samtals fékk Víkingur því ríflega 900 milljónir króna.


Athugasemdir
banner
banner