Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   lau 17. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dreymir um að spila á HM - „Eina sem ég kann er að skora"
Mynd: EPA
Igor Thiago hefur farið hamförum með Brentford á tímabilinu en hann dreymir um að spila með brasilíska landsliðinu á HM sem fram fer í Ameríku næsta sumar.

Thiago hefur skorað 16 mörk á tímabilinu en enginn Brasilíumaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í úrvalsdeildinni.

„Ég er mjög spenntur fyrir HM, ég er vongóður um að vera hluti af því. Mig hefur alltaf dreymt um að spila á HM. Ég sá aðra upplifa það í gegnum sjónvarpið en nú er ég nálægt því að upplifa það sjálfur," sagði Thiago.

„Ég er alltaf klár. Það eina sem ég kann í lífinu er að skora mörk. Guð hefur undirbúið mig fyrir þetta augnablik og ef hann leyfir munum við fara með sjötta heimsmeistaratitilinn til Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner