Svíinn Viktor Claesson er á leiðinni heim en hann mun skrifa undir samning við Varnamo þegar samningur hans við FC Kaupmannahöfn rennur út næsta sumar.
Claesson er 33 ára gamall vinstri kantmaður en hann hefur verið á mála hjá FCK frá 2022. Hann hefur spilað 171 leiki fyrir FCK og skorað 37 mörk. Hann hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari og tvisvar bikarmeistari.
Hann er uppalinn hjá Varnamo en fór til Elfsborg árið 2012. Hann samdi síðan við Krasnodar í Rússlandi árið 2016 áður en hann hélt til Kaupmannahafnar.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, tók við sem þjálfari Varnamo fyrir áramót eftir að hafa verið rekinn frá Val.
Athugasemdir


