mán 29. nóvember 2004 13:40
Elvar Geir Magnússon
Henry, Shevchenko og Ronaldinho bestir í heimi
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Búið er að gefa út hvaða þrír leikmenn eiga möguleika á að verða valdir "Besti knattspyrnumaður heims 2004" af FIFA. Upphaflega var gefinn út listi með 35 nöfnum en nú standa bara þrír eftir, það eru Thierry Henry, Andrei Shevchenko og Ronaldinho.

Henry spilaði stórt hlutverk með Arsenal sem varð enskur meistari á síðasta tímabili og var lykilmaður í liði sem lék 49 leiki í röð án þess að tapa. Hann endaði í öðru sæti í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims í fyrra.

Shevchenko spilar með AC Milan og er sannkölluð markamaskína. Hann skorar ótrúlega mörg mörk fyrir félag sitt og einnig úkraínska landsliðið. Hann varð markahæstur í Seríu-A síðasta tímabil og varð ítalskur meistari með AC Milan.

Ronaldinho er talinn mjög sigurstranglegur en hann hefur sýnt stórkostleg tilþrif fyrir félag sitt og landslið undanfarið ár. Hann spilar með Barcelona eins og allir vita og hefur undraverða hæfileika.

Þess má til gamans geta að í desember ætlar Fótbolti.net að kynna 24 bestu knattspyrnumenn heims að mati lesenda síðunnar, einn á dag fram að jólum. Leikmaðurinn í 24.sæti verður kynntur til sögunnar á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner