Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. júlí 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: FH í úrslitaleikinn á "flautumarki"
Auðvitað var það Steven Lennon sem skoraði.
Auðvitað var það Steven Lennon sem skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Steven Lennon ('93 )
Lestu nánar um leikinn

FH er komið í úrslit Borgunarbikars karla eftir erfiðan undanúrslitaleik gegn Inkasso-deildarliðið Leiknis úr Breiðholti.

FH var eins og búast mátti við með stjórnina í leiknum, en þeim tókst ekki að skapa sér mörg dauðafæri. Það voru einhver fín færi, en heilt yfir voru Leiknismenn að verjast gríðarlega vel.

Heimamenn héldu áfram að stjórna og halda boltanum í seinni hálfleiknum, en áfram vantaði upp á að skapa færi.

Það virtist allt benda til þess að leikurinn væri að fara í framlengingu, en á 93. mínútu greip Steven Lennon upp á því að skora. Lennon náði með harðfylgni að komast næstum því upp að endamörkum Leiknis, hann náði skotinu að markinu og inn fór boltinn.

Leiknismenn náðu ekki að svara þessu og lokatölur 1-0 fyrir FH.

Gestirnir úr Breiðholtinu geta verið svekktir, en þeir mega einnig vera mjög stoltir. Þeir voru að mæta Íslandsmeisturunum! FH mun mæta ÍBV á Laugardalsvellinum í sjálfum úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner