Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 08. ágúst 2017 18:45
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
United áfrýjar banni Phil Jones hjá UEFA
Manchester United hefur ákveðið að áfrýja leikbanni Phil Jones í keppnum á vegum UEFA. Jones fékk tveggja leikja bann fyrir að vera með ljótt orðbragð við starfsmann sem sá um lyfjaprófun eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar nú í vor.

United vonaðist til að Jones fengi að spila í Ofurbikarnum gegn Real Madrid í kvöld og báðu UEFA um að fresta málinu fram yfir leikinn en því var hafnað.

Mál Jones verður því tekið fyrir eftir þennan leik en hann mun því einnig verða í banni í fyrsta leik United í Meistaradeildinni ef að áfrýjuninni verður hafnað.

Jose Mourinho, stjóri United sagði í aðdraganda leiksins gegn Real að hann vonaðist til þess að menn yrðu mannlegri eftir þennan leik varðandi að leyfa mönnum að fagna, áður en að þeir séu lokaðir inn í herbergi og látnir skila af sér sýni.

Athugasemdir
banner